14. desember

Undertaker

Margir elska Undertaker. Því minni því betri. Þegar það er lítið í ánni eða sumarið hefur verið gott og gjöfult fyrir smáflugur þá er Grafarinn einn sá allra besti. Margt af besta veiðifólki landsins velur hana alltaf sem fyrsta kost.

Undertakerinn var fyrst hnýttur af Warren Duncan í New Brunswick í Kanada, á bökkum Hammond árinnar. Fyrsta rennsli gaf 24 punda lax! Það var ekki neitt, vinur Warrens fékk að prófa hana í Kedwick ánni og þar gaf Undertakerinn 38 punda lax! Toppaðu það!

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf