Skilmálar

Vöruskil

Viðskiptavinur á rétt á að skila vöru sem er ógölluð gegn endurgreiðslu innan 14 daga frá pöntun eða frá því að viðskiptavinurinn tók vöruna í sína vörslu. Endurgreiðsla vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins en annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupenda er á ábyrgð kaupenda. Framvísun reiknings, skilamiða eða kvittun eru skilyrði fyrir vöruskilum 

Vefverslun 

Eftir að viðskiptavinur hefur móttekið vöru er hann hvattur til að yfirfara vöruna og ganga úr skugga um að varan sé í réttu ásigkomulagi og í samræmi við pöntun. Ef svo skildi verða að viðskiptavinur óski þess að hætta við sölu eða falla frá samningi getur hann gert það með því að senda tölvupóst þess efnis á netfangið: info@flyfishingbar.com
Viðskiptavinir geta ekki neitað móttöku sendingar og þar með hætt við pöntun, án þess að koma því á framfæri við Fly Fishing Bar.
Fly Fishing Bar ber ekki ábyrgð á vörum þangað til að hún berst. Það er mælst til þess að tryggja endursendingar ásamt því að hafa þær rekjanlegar.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði: 

  • Að varan sé ónotuð og í fullkomnu lagi
  • Að varan sé enn með verðmiða
  • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum

Fly Fishing Bar metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt. Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir verðrýrnun á vöru sem stafar af annarri meðferð en þeirri sem nauðsynlegt er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni. 

Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.  

Gölluð vara

Ef viðskiptavinur telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: info@flyfishingbar.com um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að varan hafi verið keypt hjá Fly Fishing Bar. Gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent til kaupenda. Fly Fishing Bar hefur rétt á því að meta galla vöru og áskilur sér rétt til þess að hafna endurgreiðslu ef metið er að vara sé ekki gölluð. Fly Fishing Bar áskilur sér einnig rétt til þess að senda vöruna til birgja eftirfarandi vöru til þess að fá mat á vörunni, það ferli getur nokkrar vikur.

Sendar pantanir

Fly Fishing Bar sendir samdægurs en getur tekið sér 2-4 virka daga til þess að koma pöntunum til flutningsaðila ef veður eða aðrar aðstæður hamla því.

Sendingarkostnaður bætist við samkvæmt verðskrá Dropp í lok kaupferils áður en greiðsla fer fram á öllum pöntunum undir 10.000 kr. eða minna. Fríar sendingar eru á pöntunum frá 10.000 krónum eða meira.

Dropp er dreifingaraðili Fly Fishing Bar og sér um sendingu á keyptum vörum til viðskiptavina. Um afhendingu vörunnar gilda því afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp. Eingöngu er hægt að fá vörur frá Fly Fishing Bar sendar innan Íslands. Fly Fishing Bar áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.

Fly Fishing Bar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Verð á vöru 

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum vsk og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. 

Trúnaður (Öryggisskilmálar) 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.