20. desember

Green Highlander

Hálendingurinn er ensk fluga, eins og margar en á laxárbökkum Norður Spánar er hún kölluð Green Mountain. Við höldum okkur við enska heitið og dáumst að nafninu sem og flugunni sjálfri því fáar eru fallegri en hún. Fyrsti Hálendingurinn var hnýttur af Mr. Grant frá Wester Elchies á síðari hluta 19. aldar sem gerir hana að elstu flugunni í dagatalinu okkar. Seinna þróaðist það afbrigði í þann Græna. Sumir segja að hún sé best í smáum útgáfum og gefi vel í köldu og tæru vatni. Aðrir segja að hún einstaklega vel í sólbjörtum aðstæðum og svo er það kennining um að hún sé best þegar áin er vaxandi, rétt áður en hún fer í flóð. Já og eftir að flóðið hefur sjatnað. Um hásumar og að hausti.

Eftir að hafa lesið mér til um Green Highlander og skrifað þetta get ég bara ekki beðið eftir að prófa hana! (Gunni Helga)

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf