20% afsláttur af áskrift
Viltu ekki halda spennunni áfram? Við viljum auðvitað að þú missir ekki af næstu kössum og viljum því bjóða þér að fá 20% afslátt af næstu 3 kössum og svo 4.990 kr. eftir það.
Fyrsti kassinn verður sendur út 1. maí.
3.990 kr. á mán
+ Sendingarkostnaður
Hvað er í veiðikassanum?
6-10 FLUGUR Í HVERJUM KASSA
Í hverjum mánuði er ákveðið þema þar sem við handveljum 6-10 flugur sem við höfum prófað sjálfir. Þetta getur ýmist verið laxa eða silungsflugur, nú eða bæði í bland.
Alltaf auka veiðiglaðningur
Í hverjum kassa er alltaf eitthvað auka dót tengt veiði, hvort sem það er tól eða eitthvað annað skemmtilegt
Í hverjum kassa er smá bónus
Í hverjum kassa er alltaf einhver smá auka bónus eins og skemmtilegir límmiðar, nælur eða eitthvað þvíumlíkt
Veiðisaga og góð ráð
Í hverjum Veiðikassa fylgir veiðisaga, óvæntar vörur og leiðbeiningar hvar og hvernig er best að nota hverja flugu.
Algengar spurningar
Hversu oft fæ ég veiðikassann?
Kassinn er sendur út í byrjun viku 2 hvers mánaðar.
Get ég sagt upp áskrift hvenær sem er?
Já hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er. Það þarf að segja upp áskriftinni mánuðinum áður, þar sem greiðsla er tekin 3. hvers mánaðar og kassarnir sendir út vikunni eftir
Í hvað get ég notað flugurnar?
Þú munt geta notað flugurnar úr veiðikassanum í bæði silung og laxveiði
Er hægt að sjá hvað er í kassanum?
Við trúum því að það er miklu skemmtilegra að vita ekki hvað er í kassanum, en við lofum stútfullum kassa af skemmtilegum flugum og dóti. En við munum öðru hverju sýna hvað er í einhverjum fyrri kössum
-
HNÝTTAR AF REYNSLU
Flugurnar okkar eru hnýttar af aðilum með mikla reynslu í hnýtingum fyrir íslenskar aðstæður.
-
PRÓFAÐU NÝJAR FLUGUR
Hvort sem það er dagatal eða áskrift af flugum að þá ertu að opna á nýja valmöguleika í fluguvali, flugur sem þér kannski datt aldrei í hug að prófa.
-
LÆRÐU UM FLUGURNAR
Með öllum okkar pökkum fylgja ýmist reynslusögur eða ráð frá reyndu veiðifólki um hvernig á að beita sér í notkun á flugunum.
-
100% GÆÐI Í FLUGUNUM
Allar okkar flugur eru gæðaprófaðar við raunverulegar íslenskar aðstæður. Flugurnar hafa gefið vel, bæði í silung og laxi.