Munro Killer
Haustmorðinginn ljúfi, eins og sumir kalla hana. Munro Killer er nefnilega einstaklega góð haustfluga þegar birkið hefur skipt litum og gulir og rauðir tónar taka yfir. Ekki hika samt við að prófa hana um hásumarið því hún er of falleg til að sitja aðgerðarlaus í boxinu.
Þessi ljúfi launmorðingi kom fyrst fram á sjónarsviðið á bökkum Spey árinnar í Skotlandi, nánar tiltekið í bænum Aberlour. John Milne Morrisson rak verslunina J.M.J. Munro, sem seldi meðal annars allt til laxveiða. Sagan segir að fyrirmyndin hafi verið Thunder and Lightning, enda sami búkur í þeirri flugu, en allt annað er öðruvísi. Sigurður Héðinn skrifaði um fluguna í bókinni Sá stóri, sá missti og sá landaði og segir þar m.a. „Upprunalega útgáfan var með löngum væng, sem þótti nýlunda á þessum tíma og gerði fluguna ógnarvinsæla á örskömmum tíma.“ Þetta verða að kallast athyglisverðar upplýsingar því hún er nánast alltaf og undantekningalaust með stuttum væng í dag. Hmmm.
30.000 kr. afsláttur af veiðiferð til slóveníu
Skráðu þig á póstlistann okkar og við launum þér 30.000 kr afslátt í ferð til Slóveníu með Fly Fishing Agency. Á póstlistanum okkar berast fréttir af okkur, hvað er nýtt, hvað er í gangi og tilboð á hinu og þessu.
* Við sendum þér gjafabréfið þegar skráningu lýkur.
Á seinasta snúning með gjafir?
Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.
Haltu spennunni gangandi
Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina