9. desember

Grænn Dýrbítur

"Kári Schram var viðstaddur þegar Dýrbíturinn fékk nafn. Gefum honum orðið:
„Ég hafði verið að veiða með ónefnda flugu sem Siggi Páls hafði gaukað að mér um nokkurt skeið og sem var ótrúlega fiskin. Fórum félagarnir um vorið á leið í Litluá í Kelduhverfi til Sigga og fengum nokkrar flugur hjá honum en þar sagði hann okkur að bóndi í Kelduhverfi hafði talað við sig og var að kvarta undan voðalegum dýrbít í ánni sem væri að bíta lömbin á bakkanum. Við fengum ordrur um að reyna að ná þessum vargfiski. Á fyrstu vakt um morguninn sé ég Guðmund Inga Hjartarson / Domma hoppa og öskra til mín á bakkanum neðar í ánni að koma til sín. Ég dröslaðist yfir ána og kem til hans þar sem hann situr með - að mér sýndist vera - selskóp í fanginu. Sem reyndist vera rétt um 24 punda sjóbirtingur - niðurgöngufiskur. Þetta var ótrúleg sjón. Rétt í því hringir síminn og Siggi er á línunni. Ég segi honum að við séum búnir að ná skrímslinu og hann segist hringja eftir smá. Sem hann gerir og segir að hann hafi sagt bóndanum frá þessu og þeir hafi gefið flugunni nafn og á hún að heita Dýrbítur.“
"

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf