Aðfangadagur

Íslensk snælda

GLEÐILEG JÓL! Það er einstaklega viðeigandi að Snældan er eftir Grím Jónsson heitinn, sé síðasta flugan í dagatalinu 2023. Grímur byrjaði að nota hana um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann tók sinn tíma í að þróa hana í baðkarinu heima hjá sér og í Laxá í Miklaholtshreppi. Það tókst svo vel til að þessi magnaða fluga er til í fjölmörgum útgáfum í dag og hér kemur enn ein útgáfan; Íslensk Snælda. Það er til þýsk, eistnesk, spænsk, Olís og svört Snælda, svona til að nefna þær algengustu. Og núna íslensk líka. Getur ekki klikkað! Já og þú ferð í Laxá í Miklaholtshreppi, ekki reyna að veiða á eitthvað annað! Laxarnir þar taka BARA Snældu.

GLEÐILEG JÓL!

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf