19. desember

Black ghost olive

Það hafa líklega fáir lýst þessari flugu jafnvel og Karl Lúðvíksson en hann skrifaði á vísi.is: Þessi fluga hefur reynst veiðimönnum feykilega vel og ástæðan er sú að hún þykir líkja einna best eftir hornsíli sem er ein aðalfæða urriðans í vatninu.

Best þykir að leyfa henni að sökkva vel og draga hana svo inn í stuttum hröðum rykkjum með stuttri hvíld á milli en þessi hreyfing líkir eftir hreyfingu hornsílis. Ef það er stór urriði í nágrenninu sem lætur blekkjast er ekki beint hægt að segja að þú fáir töku. Þegar 15-20 punda urriði stekkur á þessa flugu er frekar hægt að líkja því við að kasta flugu við þjóðveginn og festa hana í mótorhjóli sem þýtur framhjá þér á 100 km hraða. Vertu bara viðbúin/n/ð og með næga undirlínu.

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf