16. desember

Rauður Frances

Rauður frances er elskaðasta laxafluga landsins. En líka sú hataðasta. Sumir veiðimenn hreinlega neita að hnýta hana á tauminn. Finnst það of auðvelt. Eða svindl, hver veit? En ár eftir ár er Rauð Frances aflahæsta flugan í laxveiðiám landsins. Og hún svínvirkar í bleikjuna líka.

Flugan var hönnuð af Peter Dean í Sexunni og heitir í höfuðið á aðstoðarkonu hans, hnýtaranum Frances Hydon. Flugan átti að vera rækjulíki og var ólík öllu öðru sem var í gangi á þeim tíma sem hún var fyrst hönnuð. Hún sló fyrst í gegn hér á Íslandi en hefur verið að breiðast út um heiminn sem vinsæl og veiðin laxafluga. Hún virkar sem örsmá túba, fluga eða sem risastór og hraðsökkvandi ofurtúba. Einfaldlega sú besta.

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf