3. desember

N29

N29 - kannski ekki frumlegasta nafn í heimi, en fiskurinn tekur ekki nafnið, heldur fluguna. Og þessi hefur gefið þá marga. Það er að segja, hún hefur gefið Ása marga laxa. Og bleikjur. Og urriða.

Eftir fluguhnýtinganámskeið hjá Engilbert Jensen langaði Ása að búa til sína eigin flugu. Hann hafði veitt á Collie Dog og hann hafði veitt á Night Hawk. Þannig að hann prófaði að fara milliveginn, svona nokkurn veginn. Fyrsta ferð með fluguna var í Norðurá, í Jónsmessuhollinu. Ási var með N29 á tvíkrækju númer 12 og líka sem litla þyngda túbu, hnýtta á koparrör. Nema hvað, flugan varð sú aflahæsta í hollinu! Þegar kom að því að skrá í bókina um kvöldið var spurt um nafn flugunnar. Ási hafði ekkert ákveðið með nafn og sagði því bara það fyrsta sem kom upp í hugann; N29! Hann býr í Njörvasundi 29.

Laxinn í Aðaldalnum er líka sérstaklega sólginn í N29. 26. ágúst 2018 var Ási með N29 nr 14 undir. Hólmavaðsstíflan, komið fram í myrkur og Gunni kallar: Síðasta kast! Það skipti engum togum, hann setur í stærsta lax Íslandssögunnar, eða svo segir hann sjálfur, enda missti hann laxinn eftir harðvítuga baráttu sem innhélt hlaup, fall, götóttar vöðlur, blóðug hné, týnda línu (alla 200 metrana) og í framhaldinu leit að línunni með símaljósum.

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf