17. desember

Hvítur Nobbler

Nobblerinn er til í mörgum litum og á sér svolítið merkilega sögu. Þetta er ein af fáum flugum sem eru með einkaleyfi, reyndar bara á nafninu Dog Nobbler. Það var Trevor Housby sem hannaði fluguna seint á Sjöunni og fékk hún heilt tölublað af Trout Fisherman tileinkað sér. Hinsvegar var það Sid Knight sem fékk einkaleyfið árið 1984. Á ensku er urriði oft kallaður hundur, eða Dog og það útskýrir nafnið, Dog Nobbler. Sem þýðir í raun Hunda platari. Hvað sem því líður þá hefur Nobblerinn platað margan fiskinn til að taka sig.

Gunni Helga segist helst nota hvíta Nobblerinn - og raunar þann appelsínugula líka - í lituðu vatni. En hvað veit hann?

Veiðidót

Á seinasta snúning með gjafir?

Ertu á seinasta séns að kaupa jólagjöf? Vantar þig eitthvað sem steinliggur fyrir veiðifólkið í þínu lífi?Notaðu kóðann jolin2023 og fáðu 20% afslátt af öllum aukahlutum í vefverslun.

Skoða úrval

fluguáskrift

Haltu spennunni gangandi

Við bjóðum uppá áskrift af mánaðarlegum veiðikössum. Kassinn inniheldur alltaf 6-10 flugur, límmiða, veiðisögur og óvæntan veiðiglaðning. Fullkomin leið til þess að uppgötva nýjar og spennandi flugur ásamt því að seðja veiðihungrið yfir köldustu mánuðina

Sjá gjafabréf